Ástríðan okkar fyrir ferðalögum knýr okkur áfram til að skapa sérsniðnar upplifanir sem fara djúpt inn í kjarna hvers áfangastaðar.
Í öllum ferðum er flug, gisting og akstur innifalin sem og dagskrá, íslensk fararstjórn. Nákvæm atriði eru skilgreind í hverri ferðalýsingu.
Við veljum aðeins hágæða hótel, lúxusgistingu eða sjarmerandi boutique hótel sem uppfylla okkar ströngu gæðastaðla.
Í skíðaferðum er 10kg handfarangurstaska, 23kg innrituð taska ásamt töskum fyrir skíða og skóbúnað.
Til að halda verðum lágum í golfferðum er 10kg handfarangur og 23kg ferðagolfpoki. Við mælum með að viðskiptavinir nýti golfpokan til að setja auka farangur s.s snyrtivörur, golffatnað o.s.frv í hana. Alltaf er hægt að bæta við innnrituðum farangri þegar keypt er ferð á kostnaðarverði.
Við tökum frá fyrsta degi ferðina þína persónulega - Þú ert aldrei bara bókunarnúmer.
FARA byggir á áratugs reynslu og einlægri ástríðu fyrir ferðalögum og við bjóðum alltaf upp á bestu mögulegu verð hverju sinni.
Við bjóðum eingöngu upp á ferðir á hágæða golf- og skíðasvæði þar sem gæði og aðstaða er í hæsta gæðaflokki. Við munum leggja sérstaka áherslu á nýja og spennandi áfangastaði sem eru ekki í boði á íslenskum markaði.
Já, við getum sérsniðið ferð á draumaáfangastaðinn fyrir þinn hóp eða á einn af okkar áfangastöðum, með eða án fararstjórnar. Sendu okkur línu.
Í flestum tilvikum já – við erum sveigjanleg og gerum okkar besta til að aðlaga ferðirnar að þínum óskum.