FARA er ný og metnaðarfull ferðaskrifstofa stofnuð árið 2025. Við byggjum á áratuga reynslu stjórnenda í ferðaiðnaði og fyrirtækjarekstri. Við sérhæfum okkur í skíðaferðum og golfferðum þar sem gæði, fagmennska og vandaðar upplifanir eru í fyrirrúmi. Markmið okkar er að bjóða ferðalöngum aðeins það besta. Heimsklassa skíðasvæði og vandlega valdir golfvellir ásamt fyrsta flokks gistingu og þjónustu.
Jón Þór Gylfason stofnaði FARA sumarið 2025.Hann hefur starfað sem fararstjóri í fjölda ára og ferðast um allan heim með ánægða viðskiptavini. Jón Þór sem er lærður PGA leiðbeinandi ólst upp í Leirunni, Golfklúbb Suðurnesja þar sem hann eyddi öllum sumrum frá því hann man eftir sér. Framan af á hans ævi var einungis hægt að stunda golf af krafti yfir sumarið og var því hugur hans í brekkunum á veturna og hefur hann verið að renna sér á skíðum og snjóbretti frá unga aldri. Það var alltaf markmið hans í lífinu að færa sem flestum þá upplifun að ferðast um heiminn og njóta þessara áhugamála, golf og skíði við bestu aðstæður. Þessi ástríða hans varð til þess að FARA ferðaskrifstofa leit dagsins ljós.
Persónuleg þjónusta: Einstaklingsmiðuð ráðgjöf og náin tengsl frá fyrstu skrefum fram að ferð lokinni.
Áreiðanleiki: Við uppfyllum allar reglugerðir Ferðamálastofu og vinnum eingöngu með vottuðum samstarfsaðilum.
Gæði: Hver ferð er vandlega hönnuð af okkar reynda teymi til að tryggja ánægju allra viðskiptavina.