Uppgötvaðu Barcelona – golf, náttúra og borgarlíf

Hér mætast á einstakan hátt spænsk menning og lúxus golf. Gist verður á La Mola Golf Hotel sem er staðsett í grósku­miklu og kyrrlátu umhverfi rétt fyrir utan borgina, við hliðina á Real Club de Golf El Prat sem er einn glæsilegasti golfvöllur Spánar. Gestir munu njóta fyrsta flokks aðstöðu, með stórborgina Barcelona rétt innan seilingar.

Þetta er ferð fyrir kylfinga sem vilja gera vel við sig og njóta alls hins besta. Einstaklega glæsilegir golfvellir, fyrsta flokks gisting, afslöppun og örstutt í spennandi borgarlíf - allt í einni og sömu ferðinni.

Beint flug

  • Beint flug með ICELANDAIR til Barcelona
  • Innifalið: Handfarangur + 23 kg golfsett 
  • Rúta til og frá flugvelli

La Mola Golf Hotel

  • Stílhrein og rúmgóð herbergi með útsýni
  • Spa með sauna, inni- og útilaug, heitir pottar og líkamsrækt.
  • Morgunverður innifalinn
  • Örstutt ganga eða skutla í golfskálann
  • Friðsælt og fallegt umhverfi en stutt frá miðborg Barcelona

Real Club de Golf El Prat

Spilað á einum virtasta golfvelli Spánar – Real Club de Golf El Prat. Vellirnir eru hannaðir af Greg Norman og er 2x 18 holur. Spilaðir verða 5 hringir á 6 dögum.

  • Pink völlurinn – áskorun og stórkostlegt landslag
  • Yellow völlurinn – aðeins opnari en fleiri glompur

Staðsetning og svæðið

  • 40 mínútna akstur frá flugvellinum
  • Aðeins um hálftíma akstur í miðborg Barcelona þar sem hægt er að rölta og skoða Las Ramblas eða önnur fræg kennileiti eins og Sagrada Família, Camp Nou, Park Güell og sögulega miðbæinn í Terrassa.
  • Um klukkutíma akstur á strendur Barceloneta og Ocata sem og til hins vinsæla strandbæjar Sitges.

Af hverju Barcelona og El Prat?

  • Golfvellir í heimsklassa og margverðlaunuð aðstaða
  • Gisting í rólegu og notalegu umhverfi með fyrsta flokks spa
  • Fullkomin ferð fyrir þá sem vilja blanda saman golfi, slökun og jafnvel borgarlífi

Ferðin í stuttu máli

  • Lengd: 6 dagar/5 nætur
  • Golf: 5 hringir á Real Club de Golf El Prat
  • Gisting: La Mola Golf Hotel
  • Innifalið: flug, rúta, golf, gisting, morgunverður og aðgangur að heilsulind ásamt íslenskri fararstjórn

Laus sæti
50
Lengd ferðar
í 5 nætur
Fjöldi golfhringja
5 golfhringir

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

1

219990

13 May

 -

18 May 2026

cvbdc