El Rompido í Andalúsíu á Spáni

Komdu með okkur til El Rompido á Costa de la Luz í Andalúsíu á Spáni. El Rompido er rólegt og fallegt golf resort á friðlýstu náttúrusvæði við árósana Río Piedras, þar sem tveir frábærir 18 holu vellir liggja út með mýrum og að Atlantshafinu. 

Við fljúgum beint með Icelandair til Faro og þaðan er rúmlega klukkustundar akstur á hótelið. Við gistum á hinu glæsilega Precise Resort El Rompido, fimm stjörnu golf resort þar sem hótelið og golfvellirnir mynda eina heild – sannkallað „stay & play“. Spilað er á báðum völlunum við hótelið, North og South, sem saman mynda 36 holu golfparadís í einstöku náttúruumhverfi.

Golfvellirnir

South Course – Flatur, þægilegur og skemmtilegur völlur sem hentar kylfingum á öllum getustigum. Stórar flatir, fjölbreyttar holur og blanda af furutrjám, ólífutrjám og votlendi gera South Course að tæknilegum og skemmtilegum velli. Völlurinn býður upp á upplifun þar sem náttúran fær að njóta sín.


North Course
- Liggur ofar í hæðunum, með útsýni yfir náttúruverndarsvæðið Marismas del Río Piedras og út að ströndinni og sjónum. Þar er að finna fjölbreyttar brautir um furuskóga, votlendi og yfir mýrar sem gerir hverja braut að einstakri upplifun.

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

349000

April 10, 2026

cvbdc

Hótelið

Precise Resort El Rompido er glæsilegt og nútímalegt fimm stjörnu golf resort með afslöppuðu andrúmslofti. Herbergin eru rúmgóð, fallega innréttuð og með svölum eða verönd – mörg þeirra með útsýni yfir golfvöllinn, sundlaugarsvæðið og sjóinn.

Útisvæðið er sérlega aðlaðandi með stórum sundlaugum, sólbekkjum og bar þar sem hægt er að fá drykki og léttar veitingar. Á hótelinu eru veitingastaðir sem bjóða upp á góðan morgunverð og kvöldverð.

Heilsulindin á hótelinu er með innilaug, gufubað, sauna, nuddpott og ýmsar dekur- og nudd meðferðir – fullkomið eftir dag á vellinum fyrir þá sem vilja slaka á, teygja úr sér og njóta lúxus og slökunar á sama stað.

Þorpið

Örstutt frá hótelinu er El Rompido, lítið og heillandi sjávarþorp með hvítum húsum, fallegri strandlengju og notalegri gönguleið meðfram ánni og yfir að sandtanganum La Flecha. Þar má finna gott úrval af veitingastöðum, tapas-börum og kaffihúsum þar sem hægt er að njóta spænskrar menningar eftir golf.

Innifalið

✅ Beint flug með ICELANDAIR til Faro

✅  10kg handfarangurs taska ásamt golfferðapoka

✅ Gisting í 7 nætur ásamt morgunverði og kvöldverði

✅ Aðgangur að heilsulind

✅ Ótakmarkað golf*

✅ Golfbíll

✅ Flutningur til og frá flugvelli

✅ Fararstjóri - Jón Þór Gylfason

*Ótakmarkað golf - auka 18 holur er háð umferð á vellinum

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

349000

April 10, 2026

cvbdc

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

349000

April 10, 2026

cvbdc

cvbdc