8 daga draumaferð: 7 nætur, 7 hringir, golfbíll og morgunverður innifalinn
Fáðu það besta sem Portúgal hefur upp á að bjóða! Monte Rei Golf & Country Club er margverðlaunaður golfvöllur í austurhluta Algarve og talinn með þeim glæsilegustu í Evrópu. Jack Nicklaus hannaði völlinn og er hann þekktur fyrir óviðjafnanlegt landslag, fagmennsku og ró.
Þetta er ferð fyrir kylfinga sem kunna að meta fyrsta flokks aðstæður, einstaka náttúru og hágæða þjónustu – þar sem er hugsað fyrir öllu.
Eftir hvern fullkominn golfhring bíður þín ekki bara stórkostlegt landslag – heldur líka einstök matargerð og hágæða þjónusta. Á Monte Rei finnur þú veitingastaði í hæsta gæðaflokki sem bjóða upp á eitthvað fyrir alla – hvort sem þú vilt dekra við bragðlaukana eða slaka á með drykk við sundlaugina.
Ef þú ert að leita að kvöldverði sem þú gleymir ekki – þá er Vistas rétti staðurinn. Þessi margverðlaunaði veitingastaður býður upp á glæsilegan tasting-matseðla með einungis besta hráefni frá svæðinu sem völ er á, sett saman af Michelin-matreiðslumanninum André Simão.
Fullkomið fyrir sérstök tilefni með glæsilegu útsýni yfir golfvöllinn og fjöllin.
Staðsettur í hjarta klúbbhússins, með frábært útsýni yfir völlinn. Grillið er opið fyrir morgunverð, hádegisverð og kvöldverð, og er tilvalinn samverustaður eftir góðan hring.
Afslöppuð stemning, frábær þjónusta og fjölbreyttur matseðill sem hentar öllum.
Við sundlaugagarðinn er Veranda – léttur og notalegur veitingastaður með útiborðum, drykkjum og grillréttum. Hér eru oft haldin BBQ-kvöld, tapas-stemning og lifandi tónlist.
Frábær staður til að njóta í sólinni með drykk í hendi og góða stemmingu í loftinu.
Á svæðinu eru einnig tveir barir þar sem hægt er að fá vandaða drykki, kokteila og léttar veitingar. Fullkomið fyrir „19. holu“ eða afslappað kvöld með hópnum.
Hvort sem þú ert að hefja daginn með ilmandi kaffi og nýbökuðu brauði, slaka á eftir hring með kalda drykki, eða njóta 5 rétta veislumáltíðar við sólarlag – þá býður Monte Rei upp á matreiðsluupplifun sem stenst allar kröfur.