Lúxus golfferð til Vilamoura

Komdu með okkur til Algarve í Portúgal og upplifðu hið einstaka Vilamoura-svæði, þar sem finna má nokkra af bestu golfvöllum Algarve. Flogið er beint með Icelandair til Faro og aðeins 20 mínútna akstur á hótelið. Við gistum á hinu margverðlaunaða Hilton Vilamoura As Cascatas Resort & Spa, fimm stjörnu hóteli sem nýlega var tilnefnt besta golfhótel Evrópu á World Golf Awards. Spilað er á fjórum af bestu völlum Vilamoura.

Golfvellirnir

Pinhal - Hannaður af Frank Pennink og endurbættur af Robert Trent Jones sr. Skemmtilegur, krefjandi skógarvöllur þar sem furutré umlykja brautirnar. Hæðarbreytingar og einstaklega fallegt útsýni.

Laguna - Opinn og skemmtilegur völlur með fjölmörgum vötnum sem kallar á gott staðsetningar golf.

Millennium - Breiðar brautir og stórar flatir, völlur þekktur fyrir gróskumiklar brautir og trjáklæddar holur. Býður upp á skemmtilegt golf sem hentar öllum getustigum.

Old Course - Klassískur skógarvöllur þekktur fyrir þröngar brautir og vel staðsettar glompur. Stórkostlegt landslag og einstaklega vel hannaður völlur. Einn sá flottasti í Evrópu

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

379000

April 3, 2026

cvbdc

Hótelið

Hilton Vilamoura As Cascatas Resort & Spa er glæsilegt fimm stjörnu lúxushótel í Vilamoura. Hótelið er með rúmgóðum herbergjum, fallegu útsýni og frábæru útisvæði með sundlaugum og sundlaugabar þar sem þú getur fengið kokteilinn beint á sólbekkinn. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir og nokkrir barir sem bjóða upp á góðan mat og drykki frá morgni til kvölds.

Heilsulindin 7 Seven Spa er sú stærsta og ein glæsilegasta í Portúgal. Heilsulind með innilaug, saunu, gufuböðum og úrvali dekur meðferða – fullkomið fyrir þau sem vilja blöndu af lúxus, slökun og þægindum.

Svæðið

Hótelið er staðsett í hjarta Vilamoura-svæðisins. Stutt er niður á hina glæsilegu Marina de Vilamoura höfn sem er umvafin af frábærum veitingastöðum, verslunum og notalegum kaffihúsum. Við höfnina liggja lúxussnekkjur og þar má finna iðandi mannlíf. Frábært er að fara og eiga afslappað kvöld eftir góðan dag á golfvellinum.

Í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð eru líka fallegar strandir með ljósum sandi og rólegu sjávarlofti. Strandirnar og höfnin saman skapa fullkomna blöndu af afslöppun og lífi – akkurat það sem gerir Vilamoura að frábærum áfangastað.

‍Innifalið

✅ Beint flug með ICELANDAIR til Faro

✅  10kg handfarangurs taska ásamt golfferðapoka

✅ Gisting í 7 nætur ásamt morgunverði

✅ Ótakmarkaður aðgangur að heilsulind

✅ Þriggja rétta kvöldverður ásamt víni á komudegi

✅ Lokahóf þar sem boðið verður upp á þriggja rétta kvöldverð ásamt víni

✅ Flutningur til og frá flugvelli

✅ Fararstjóri - Jón Þór Gylfason

❌ Golfbíl er ekki innifalinn, hægt að bæta við í bókunarferli

❌ Kvöldverður öll kvöld er ekki innifalinn, hægt að bæta við í bókunarferli

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

379000

April 3, 2026

cvbdc

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

379000

April 3, 2026

cvbdc

cvbdc