Lúxus skíðaferð til Val Thorens

Komdu með okkur í skíðaferð til Val Thorens í frönsku Ölpunum – hæsta skíðabæ Evrópu, í um 2.300 metra hæð. Bærinn er í hjarta hins stórbrotna 3 Vallées svæðis sem býður upp á um 600 km af samfelldum skíðaleiðum. Val Thorens er snjótryggt svæði með frábært úrval af brekkum fyrir öll getustig - bláar, rauðar og svartar. Þá er frábært aprés-ski hvort sem það er ofar í fjallinu eða niður við bæinn. Svæðið er fullkomið fyrir þau sem vilja blanda saman léttum skíðadögum og krefjandi ævintýrum.

Flogið er í beinu flugi til Genfar og þaðan er rúmlega tveggja klukkustunda akstur upp í Val Thorens.

Við gistum á Hotel Marielle, glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli með „ski-in/ski-out“ aðstöðu, beint við skíðasvæðið. Hér er allt til reiðu fyrir fullkomna skíðaferð: þægileg herbergi, frábær staðsetning og æðislegur matur. Þá er  notalegt spa, bar og verönd þar sem hægt er að njóta dagsins eftir frábæran skíðadag.

Skíðasvæðið

Val Thorens er hluti af hinu margrómaða 3 Vallées sem er eitt stærsta samtengda skíðasvæði heims, með rúmlega 600 km af skíðaleiðum og yfir 160 lyftum.

Bærinn sjálfur er í um 2.300 metra hæð og svæðið nær upp í rúmlega 3.200 m. Um 90% svæðisins er í yfir 2.000 metra hæð sem tryggir frábær skilyrði til skíðaiðkunar. 

Hér er að finna breiðar og þægilegar bláar leiðir, fjölbreyttar rauðar brautir og krefjandi svartar sem of frábært “off-road”. Einnig eru skemmtileg „snow parks“ og vel afmarkað byrjendasvæði, svo auðvelt er að finna brekkur sem henta öllum.

Fyrir þau sem vilja nýta daginn til fulls er einfalt að renna sér áfram yfir á önnur svæði 3 Vallées, svo sem Méribel og Courchevel, og njóta þannig fjölda leiða án þess að þurfa að taka skíðin nokkurn tímann af sér.

Hvort sem þú ert byrjandi, miðlungs eða lengra komin er auðvelt að sérsníða skíðadagana að þínum hraða – allt frá rólegum morgunbrekkum yfir í krefjandi brekkur seinnipart dags.

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

399999

January 31, 2026

cvbdc

Hótelið

Hotel Marielle er nútímalegt og stílhreint fjögurra stjörnu skíðahótel með hlýlegum innréttingum, innblásið af frönsku skíðahetjunni Marielle Goitschel.
Hótelið er staðsett við „front de neige“, eða beint við brekkurnar og með alvöru ski-in/ski-out aðstöðu – þú ferð nánast beint úr skíðageymslunni út í brekkuna.

Herbergin eru notaleg og vel hönnuð, með góðum rúmum og fallegu útsýni yfir fjöllin eða brekkurnar.

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á glæsilegan morgunverð og kvöldverð í bistró/hlaðborðsstíl, með klassískum alparéttum og vönduðum vínum. Á veröndinni og á barnum er hægt að fá drykki og léttar veitingar milli ferða eða eftir dag í brekkunum.

Flott spa með saunu, slökunaraðstöðu og framboð af nuddmeðferðum  – fullkomið eftir langan dag á skíðum. Auk skíðaverslunar og skíðageymslu með hitaskápum fyrir skíðaskó.

Svæðið

Val Thorens er líflegur en jafnframt þægilegur skíðabær þar sem allt er í göngufæri. Í bænum má finna fjölmarga og fjölbreytta veitingastaði, skíðabari, klúbba og notaleg kaffihús, auk verslana með skíðabúnað og tískuvarning.

Val Thorens hefur ítrekað hlotið viðurkenningar sem eitt besta skíðasvæði heims og er frábær áfangastaður fyrir þau sem vilja sameina frábær skíðaskilyrði, ljúffengan mat og líflegt kvöld- og næturlíf.

En þetta er ekki bara frábært skíðasvæði. Val Thorens  er líka þekkt fyrir eina bestu après-ski stemningu í heimi. Þegar skíðadagurinn klárast tekur líflegt fjalla­partí við, með tónlist, dansi og skemmtun fram á kvöld. Hér má finna staði eins og La Folie Douce og 360 Bar þar sem stemningin byrjar snemma og heldur áfram langt eftir að lyfturnar loka. Fullkomið fyrir þá sem vilja sameina stórkostlegan skíðadag og fjörugt kvöld í hjarta franska Alpanna.

Innifalið

✅ Beint flug til Genf

✅ 23 kg innrituð ásamt töskum fyrir skíðabúnað

✅ Gisting í 7 nætur ásamt morgunverði og kvöldverði

✅ Aðgangur að heilsulind

✅ Flutningur til og frá flugvelli

✅ Fararstjóri - Jón Þór Gylfason

❌ Skíða- og lyftupassi er ekki innifalinn

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

399999

January 31, 2026

cvbdc

Tryggðu þér pláss

Verð á mann

399999

January 31, 2026

cvbdc

cvbdc